Fetar í fótspor föður síns

Hildur María Jónasdóttir er komin í Fram.
Hildur María Jónasdóttir er komin í Fram. Ljósmynd/Fram

Knattspyrnudeild Fram hefur gengið frá samningi við miðjukonuna Hildi Maríu Jónasdóttur. Hún kemur til félagsins frá FH og gerir tveggja ára samning við Fram.

Hildur, sem er 23 ára gömul, er uppalin hjá Breiðabliki. Hún var að láni hjá HK í 1. deildinni á síðustu leiktíð.

Með því að semja við Fram fetar Hildur í fótspor föður síns, Jónasar Grana Garðarssonar, sem varð markakóngur í efstu deild með Fram árið 2007 er hann gerði 13 mörk í 18 leikjum.

Hildur á tvo leiki að baki í efstu deild og 64 í 1. deild. Fram verður nýliði í efstu deild á komandi tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert