Víkingar láta veðrið ekki stöðva sig

Víkingar mæta HK í kvöld.
Víkingar mæta HK í kvöld. mbl.is/Hákon

Þrátt fyrir óveður síðasta sólarhringinn verður leikur Víkings og HK í deildabikar karla í fótbolta á sínum stað á Víkingsvellinum í kvöld klukkan 19.

Þetta er síðasti leikur Víkinganna áður en þeir mæta Panathinaikos frá Grikklandi í tveimur leikjum í umspili Sambandsdeildarinnar. Heimaleikur Víkings fer fram í Helsinki næsta fimmtudag, 13. febrúar, og útileikurinn í Aþenu viku síðar, 20. febrúar.

Samkvæmt veðurspá á veðrið að vera skaplegt í Reykjavík í kvöld. Eins stigs hiti, 6 metrar á sekúndu og lítils háttar snjókoma klukkan 19.

Víkingar höfða til stuðningsmanna sinna um að láta sig ekki vanta í kvöld:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert