Markakóngurinn ungi til Þróttar

Jakob Gunnar Sigurðsson í leik með Völsungi.
Jakob Gunnar Sigurðsson í leik með Völsungi. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Þróttarar í Reykjavík hafa fengið Húsvíkinginn Jakob Gunnar Sigurðsson lánaðan frá KR fyrir komandi keppnistímabil í fótboltanum.

Jakob, sem er aðeins 17 ára gamall, sló í gegn með Völsungi á Húsavík á síðasta ári þegar hann varð markakóngur 2. deildar með 25 mörk og átti drjúgan þátt í að koma liðinu upp í 1. deildina. Þá á hann að baki sex leiki með U17- og U16-ára landsliðunum. Samtals hefur hann leikið 40 með Völsungi í 2. deild.

Jakob samdi við KR-inga um mitt síðasta tímabil um að koma til þeirra í vetur en leikur nú í staðinn í 1. deildinni í sumar með Þrótturum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert