Trúi að hún geri gott fyrir okkur

Andrea Rán Hauksdóttir, t.v., gæti spilað sinn fyrsta landsleik síðan …
Andrea Rán Hauksdóttir, t.v., gæti spilað sinn fyrsta landsleik síðan sumarið 2021. mbl.is/Kristinn Magnússon

Andrea Rán Hauksdóttir er komin aftur inn í landsliðshóp Íslands í knattspyrnu eftir langa fjarveru. 

Hún verður klár í slaginn gegn Sviss og Frakklandi ytra í tveimur landsleikjum í A-deild Þjóðadeildarinnar seinna í febrúar.

Hún hefur ekki spilað landsleik í rúm fjögur ár eða síðan sumarið 2021.

Hildur Antonsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir, sem hafa verið lykilmenn á miðjunni, eru meiddar og verða ekki með í þessu verkefni.

„Augljósa ástæðan að ég valdi hana er að hinar tvær eru meiddar en Andrea hefur staðið sig vel. Ég sá leik með henni síðustu og hún lítur vel út. 

Ég hef verið í sambandi við hana í langan tíma og fylgist alltaf með henni. Mér líst vel á það sem ég hef séð frá henni undanfarið og ákvað að taka hana inn. 

Ég hef trú á því að hún geri eitthvað gott fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn en Andrea leikur í vetur með Tampa Bay Sun í nýrri atvinnudeild í Bandaríkjunum, USL-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert