Tvö rauð í óvæntum sigri ÍR á FH

Bergvin Fannar Helgason skoraði sigurmark ÍR.
Bergvin Fannar Helgason skoraði sigurmark ÍR. mbl.is/Hákon

ÍR hafði betur gegn FH, 1:0, í deildabikar karla í fótbolta í Skessunni í Hafnarfirði í kvöld. Var um fyrsta leik beggja liða í keppninni að ræða.

ÍR-ingar, sem leika í 1. deild, komust yfir á 37. mínútu er Bergvin Fannar Helgason skoraði. Reyndist það sigurmarkið.

Vont varð verra fyrir FH á lokakaflanum því Óttar Uni Steinbjörnsson fékk beint rautt spjald á 84. mínútu og Böðvar Böðvarsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert