Landsliðskonan Katla Tryggvadóttir er orðin önnur af tveimur fyrirliðum sænska knattspyrnufélagsins Kristianstad.
Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum á dögunum.
Katla, sem er aðeins 19 ára gömul, tekur því stórt skref upp á við hjá liðinu en hún gekk í raðir þess undir lok ársins 2023.
Katla verður fyrirliði ásamt Emmu Petrovic.
Kristianstad er mikið Íslendingafélag en þar leika Alexandra Jóhannsdóttir og Guðný Árnadóttir ásamt Kötlu. Þá er Hlín Eiríksdóttir nýfarin frá liðinu til Leicester á Englandi.