Arnar ósammála fyrrverandi landsliðsþjálfara

„Okkar besta miðvarðapar, Raggi og Kári, tengdu vel saman og landsliðið spilaði þannig kerfi að styrkleikar þeirra fengu að njóta sín,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

Arnar, sem er 51 árs gamall, var ráðinn landsliðsþjálfari þann 15. janúar eftir að hafa stýrt Víkingi úr Reykjavík frá árinu 2018 en liðið varð tvívegis Íslandsmeistari undir stjórn Arnars og fjórum sinnum bikarmeistari.

Erum með fína varnarmenn

Åge Hareide, fyrrverandi þjálfari íslenska liðsins, ræddi reglulega um skort af miðvörðum í starfi sínu sem þjálfari íslenska liðsins.

„Við erum með fína varnarmenn,“ sagði Arnar.

„Við erum með unga framlínu sem er mjög viljug í pressunni og fyrir aftan þá, og í vörninni, erum við með eldri leikmenn þannig að þetta hefur virkað aðeins sundurslitið. Það eru kostir og gallar sem fylgja því að spila með ákveðna týpu af varnarmönnum.

Blandan í liðinu þarf að vera á hreinu þegar við förum í stóra verkefnið í haust sem er undankeppni HM 2026. Það er mitt mat að við séum með flotta varnarmann,“ sagði Arnar meðal annars.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Arnar Gunnlaugsson og Åge Hareide.
Arnar Gunnlaugsson og Åge Hareide. Ljósmynd/Víkingur/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert