Knattspyrnukonan Guðrún Karítas Sigurðardóttir verður ekki með Fylki á komandi leiktíð þar sem hún er ólétt af öðru barni sínu og Emils Ásmundssonar sem einnig leikur með Fylki.
Greinir parið frá á Instagram og ljóst að Fylkir verður án Guðrúnar er liðið reynir að fara beint aftur upp í Bestu deildina eftir fall á síðustu leiktíð.
Guðrún skoraði þrjú mörk í 18 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og 15 mörk í 17 leikjum í 1. deild tímabilið 2023 þegar Fylkir fór upp í efstu deild.
Samtals hefur Guðrún skorað 55 mörk í 154 leikjum fyrir Fylki, ÍA, Val, Stjörnuna og KR í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins.