„Þetta eru ansi léleg lið, botnliðin í Grikklandi, ég verð að segja það,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Theódór Elmar Bjarnason í Dagmálum.
Theódór Elmar, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna í haust eftir farsælan feril og var ráðinn aðstoðarþjálfari uppeldisfélags síns KR.
Elmar lék með Lamia í efstu deild Grikklands seinni hluta tímabilsins 2020-21 þar sem hann átti meðal annars stóran þátt í því að félagið bjargaði sér frá falli.
„Þetta voru ekki mikil gæði þarna og gæðin í gríska boltanum komu mér á óvart,“ sagði Theódór Elmar.
„Þetta voru ákveðin vonbrigði og ég myndi segja að gæðin séu talsvert meiri í tyrknesku B-deildinni,“ sagði Theódór Elmar meðal annars.