Bestu skilyrðin eru í Reykjavík

Víkingar mæta Panathinaikos í kvöld í Helsinki.
Víkingar mæta Panathinaikos í kvöld í Helsinki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurspáin fyrir Helsinki í kvöld er ekkert sérstök. Þar á að vera fimm stiga frost um áttaleytið að staðartíma og vindurinn átta til níu metrar á sekúndu.

Það eru ekki bestu skilyrði fyrir fótboltaleik en klukkan 19.45 að finnskum tíma (17.45 að íslenskum) hefst í finnsku höfuðborginni heimaleikur Víkings gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni.

Á sama tíma verður fjögurra stiga hiti, líkast til úrkomulaust og sex metrar á sekúndu í Laugardalnum í Reykjavík.

Bestu skilyrðin á Norðurlöndum eiga einmitt að vera á Laugardalsvellinum í kvöld. Eins skrýtið og það kann að hljóma. Betri en í Kaupmannahöfn, Ósló eða Stokkhólmi.

Janne vinur minn og kollegi í Helsinki ætlar að mæta á Bolt Arena í kvöld. Hann vill ekki missa af þessari sögulegu stund þegar Víkingar leika heimaleik í Finnlandi.

Um 300 landar hans ætla að láta sjá sig í frostinu og vindinum, enda eru Finnar öllu vanir þegar kemur að vetrarkulda.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert