Knattspyrnumaðurinn Jakob Franz Pálsson, miðvörður Vals, gekkst nýverið undir skurðaðgerð á hné og verður af þeim sökum frá keppni næsta mánuðinn.
Fótbolti.net greinir frá því að beinstubbur úr hnénu, sem hefur verið að trufla Jakob Franz að undanförnu, hafi verið skorinn af.
Má hann vænta þess að vera frá næstu þrjár til fjórar vikur vegna aðgerðarinnar. Jakob Franz er 22 ára gamall og lék 18 leiki fyrir Val í Bestu deildinni á síðasta tímabili.