Arnar fékk skilaboð frá stuðningsmönnum Blika

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Ég hef fengið því­líkt magn af skila­boðum frá stuðnings­mönn­um allskon­ar liða á Íslandi, þar á meðal Breiðabliks,“ sagði Arn­ar Gunn­laugs­son, nýráðinn þjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, í Dag­mál­um.

    Arn­ar, sem er 51 árs gam­all, var ráðinn landsliðsþjálf­ari þann 15. janú­ar eft­ir að hafa stýrt Vík­ingi úr Reykja­vík frá ár­inu 2018 en liðið varð tví­veg­is Íslands­meist­ari und­ir stjórn Arn­ars og fjór­um sinn­um bikar­meist­ari.

    Gam­an að finna fyr­ir stuðningn­um

    Mik­il ánægja rík­ir með ráðningu Arn­ars og hann hef­ur fundið fyr­ir því í þjóðfé­lag­inu.

    „Það er gam­an að finna fyr­ir stuðningn­um á sín­um fyrstu dög­um í starfi en ég geri mér líka grein fyr­ir því að það verður fljótt að fara ef að illa geng­ur,“ sagði Arn­ar.

    „Þannig á starf landsliðsþjálf­ar­ans að vera. Það eiga að vera skipt­ar skoðanir á öllu sem viðkem­ur landsliðinu. Þetta verður vænt­an­lega fyrsta spurn­ing­in sem ég fæ á öll­um blaðamanna­fund­um, af hverju var Jón val­inn en ekki Siggi.

    Ég er al­veg til­bú­inn að svara því með sterk­um rök­um en ég hef alltaf talað fyr­ir því að þegar á hólm­inn er komið og leik­ur­inn tek­ur við, þá þurfa all­ir að sam­ein­ast á bakvið liðið og styðja það á meðan leik stend­ur,“ sagði Arn­ar meðal ann­ars.

    Viðtalið við Arn­ar í heild sinni má nálg­ast með því að smella hér eða á hlekk­inn hér fyr­ir ofan.

    Arnar Gunnlaugsson.
    Arn­ar Gunn­laugs­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert