Arnar fékk skilaboð frá stuðningsmönnum Blika

„Ég hef fengið þvílíkt magn af skilaboðum frá stuðningsmönnum allskonar liða á Íslandi, þar á meðal Breiðabliks,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Dagmálum.

Arnar, sem er 51 árs gamall, var ráðinn landsliðsþjálfari þann 15. janúar eftir að hafa stýrt Víkingi úr Reykjavík frá árinu 2018 en liðið varð tvívegis Íslandsmeistari undir stjórn Arnars og fjórum sinnum bikarmeistari.

Gaman að finna fyrir stuðningnum

Mikil ánægja ríkir með ráðningu Arnars og hann hefur fundið fyrir því í þjóðfélaginu.

„Það er gaman að finna fyrir stuðningnum á sínum fyrstu dögum í starfi en ég geri mér líka grein fyrir því að það verður fljótt að fara ef að illa gengur,“ sagði Arnar.

„Þannig á starf landsliðsþjálfarans að vera. Það eiga að vera skiptar skoðanir á öllu sem viðkemur landsliðinu. Þetta verður væntanlega fyrsta spurningin sem ég fæ á öllum blaðamannafundum, af hverju var Jón valinn en ekki Siggi.

Ég er alveg tilbúinn að svara því með sterkum rökum en ég hef alltaf talað fyrir því að þegar á hólminn er komið og leikurinn tekur við, þá þurfa allir að sameinast á bakvið liðið og styðja það á meðan leik stendur,“ sagði Arnar meðal annars.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert