Sverrir fékk væna sekt eftir Víkingsleikinn

Forráðamenn Panathinaikos eru ekki sáttir við gang mála.
Forráðamenn Panathinaikos eru ekki sáttir við gang mála. Ljósmynd/Panathinaikos

Sverrir Ingi Ingason og samherjar hans hjá gríska stórliðinu Panathinaikos fengu væna sekt frá forráðamönnum félagsins eftir tapið fyrir Víkingi úr Reykjavík í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta á fimmtudaginn var.

Tapið var það þriðja í röð hjá Panathinaikos og eru forráðamenn félagsins allt annað en sáttir við liðið og gang mála. Var tapið fyrir Víkingi kornið sem fyllti mælinn.

Pol Papadopoulos, blaðamaður hjá hinum virta miðli Gazzetta í Grikklandi, tjáði ofanrituðum að leikmenn hefðu verið sektaðir um samanlagt 400.000 evrur eða rúmlega 61 milljón króna eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert