Víkingurinn á leið til Króatíu

Danijel Dejan Djuric og Valdimar Þór Ingimundarson á góðri stundu.
Danijel Dejan Djuric og Valdimar Þór Ingimundarson á góðri stundu. Ljósmynd/Víkingur

Knattspyrnumaðurinn Danijel Dejan Djuric, sóknarmaður Víkings úr Reykjavík, er á leið til króatíska félagsins Istra.

Íþróttafréttamaðurinn Lorenzo Lepore hjá Balkans Sports og Sportitalia greinir frá á X-aðgangi sínum.

Þar segir að Istra muni greiða Víkingi um 200.000 evrur fyrir Danijel Dejan, jafnvirði 29,5 milljóna íslenskra króna, og að félögin séu langt komin með að komast að samkomulagi.

Danijel Dejan, sem er 22 ára gamall, á búlgarska móður og serbneskan föður en hefur búið á Íslandi frá tveggja ára aldri.

Hjá Istra hittir hann fyrir Loga Hrafn Róbertsson, sem gekk til liðs við félagið frá FH í upphafi árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert