Fjallað um „hádramatísk“ skipti Gylfa erlendis

Félagaskipti Gylfa á milli Vals og Víkings hafa vakið athygli.
Félagaskipti Gylfa á milli Vals og Víkings hafa vakið athygli. Skjáskot

Erlendir fjölmiðlar fjalla um félagaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Val til Víkings í Reykjavík en Víkingur keypti miðjumanninn af Val í dag.

Gylfi er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og þá lék hann um tíma í ensku úrvalsdeildinni með Swansea, Tottenham og Everton.

Danski miðillinn Tipsbladet fjallar um „hádramatísk“ skipti Gylfa á heimasíðu sinni og vitnar í ummæli Björns Steinars Jónssonar, formanns knattspyrnudeildar félagsins, en hann gagnrýndi Gylfa harðlega í pistli á Facebook í dag.

Þá fjallar Fotbollskanalen í Svíþjóð, Sportsbibelen í Noregi, Bold í Danmörku og In.fo í Færeyjum m.a. um félagaskiptin. Færeyski miðilinn leggur áherslu á að Gylfi verði nú liðsfélagi Gunnars Vatnhamars, landsliðsmanns Færeyja.

Skjáskot
Færeyingar eru spenntir að sjá Gylfa með Gunnari Vatnhamri.
Færeyingar eru spenntir að sjá Gylfa með Gunnari Vatnhamri. Skjáskot
Skjáskot
Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert