Gylfi Þór á leið í Fossvoginn

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er að ganga til liðs við Víking úr Reykjavík.

Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, staðfesti í samtali við mbl.is í morgun að Víkingar hefðu boðið Gylfa Þór samning eftir að Valur samþykkti kauptilboð félagsins í gærkvöldi.

Breiðablik fékk einnig samþykkt tilboð í Gylfa Þór í gærkvöldi en Vísir.is greinir frá því að Gylfi Þór hafi samþykkt að samningstilboð Víkinga og sé því á leið í Fossvoginn.

Mikið hefur gustað um möguleg félagskipti Gylfa Þórs að undanförnu en hann hefur verið sterklega orðaður við brottför frá Hlíðarenda að undanförnu.

Gylfi gekk til liðs við Valsmenn fyrir síðasta keppnistímabil og skrifaði undir tveggja ára samning á Hlíðarenda en hann skoraði 11 mörk í 19 leikjum með Val í Bestu deildinni á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert