Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson gekk til liðs við Víking úr Reykjavík frá Val í hádeginu.
Gylfi Þór, sem er 34 ára gamall, mun þrátt fyrir það ekki geta tekið þátt í Evrópuleikjum Víkinga það sem eftir lifir tímabilsins.
Víkingar mætir Panathinaikos í síðari leik liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar í Aþenu á fimmtudaginn en íslenska liðið leiðir 2:1 í einvígi sínu gegn gríska liðinu.
Víkingar hafa nú þegar skilað inn lokahópi sínum fyrir útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar og er ekki hægt að gera breytingar á hópnum hjá UEFA.
Gylfi getur hins vegar tekið þátt í Evrópuleikjum liðsins í sumar, þegar nýtt tímabil í Evrópukeppnunum hefst.