Selfoss missir markahæsta leikmanninn

Gonzalo Zamorano raðaði inn mörkunum á Selfossi.
Gonzalo Zamorano raðaði inn mörkunum á Selfossi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Spánverjinn Gonzalo Zamorano hefur yfirgefið herbúðir Selfoss og mun því ekki leika með liðinu í 1. deildinni á komandi tímabili.

Zamorano kom til Selfoss árið 2022 og féll með liðinu í 2. deild ári síðar. Hann átti svo stóran þátt í að Selfoss fór aftur upp með því að skora 17 mörk í 20 deildarleikjum á síðustu leiktíð er Selfoss vann 2. deildina.

Hann hefur leikið með Hugin, Víkingi frá Ólafsvík, ÍA og ÍBV auk Selfossi hér á landi. Mörkin eru 38 í 88 leikjum í 1. deild og 33 í 42 leikjum í 2. deild. Honum mistókst að skora í 20 leikjum í efstu deild árið 2019 með ÍA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert