Sigurður Aðalsteinsson, faðir knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar, er ekki sáttur við ummæli Barkar Edvardssonar, fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar Vals.
Börkur sagði í viðtali við Valtý Björn Valtýsson á hlaðvarpinu Mín skoðun að ekki hafi verið samkomulag þess efnis að Gylfi mætti róa á önnur mið ef hann hafði áhuga á að yfirgefa Val.
Sigurður er ósáttur við þau ummæli og ósammála formanninum fyrrverandi.
„Hann er beint að segja að ég sé að ljúga þessu. Hann gerði þetta samkomulag ekki við Gylfa heldur mig. Ég er umboðsmaður hans,“ sagði Sigurður í samtali við Fótbolta.net.
Gylfi skipti yfir til Víkings frá Val í gær og í kjölfarið gagnrýndi Björn Steinar Jónsson, núverandi formaður knattspyrnudeildar Vals, og sagði Gylfa hafa sýnt Val vanvirðingu með slæmri frammistöðu sinni í leik gegn ÍA á dögunum.