Blikinn búinn að skrifa undir í Hafnarfirði

Tómas Orri Róbertsson, númer 5, í leik með Grindavík.
Tómas Orri Róbertsson, númer 5, í leik með Grindavík. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Tómas Orri Róbertsson er búinn að semja við FH en hann kemur til félagsins frá uppeldisfélaginu Breiðabliki.

Tómas lék aldrei deildarleik með Breiðabliki en hann hefur undanfarin tvö tímabil verið að láni hjá Grindavík og Gróttu í 1. deild.

Árið 2023 gerði hann eitt mark í 20 leikjum með Grindavík og tvö mörk í 19 leikjum með Gróttu á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert