Fimm breytingar á íslenska liðinu – Dagný byrjar

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir fær tækifærið í byrjunarliðinu.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir fær tækifærið í byrjunarliðinu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, gerir fimm breytingar á byrjunarliði Íslands frá síðasta leik en Ísland mætir Sviss á útivelli í Þjóðadeildinni klukkan 18.

Þær Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Guðrún Arnardóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir koma inn í liðið frá vináttuleiknum við Danmörku 2. desember á síðasta ári.

Katla Tryggvadóttir, Diljá Ýr Zomers, Selma Sól Magnúsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir detta úr byrjunarliðinu frá þeim leik.

Spilar Dagný sinn fyrsta landsleik frá því gegn sama andstæðingi 11. apríl 2023 en hún eignaðist sinn annan son í febrúar á síðasta ári og leikur því sinn fyrsta landsleik sem tveggja barna móðir í kvöld.

Byrjunarlið Íslands:

Mark: Cecilía Rán Rúnarsdóttir.

Vörn: Guðrún Arnardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir.

Miðja: Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir.

Sókn: Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Hlín Eiríksdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka