Grunaði þjálfarann um að þiggja mútugreiðslur

„Tyrkneski þjálfarinn sem fékk mig til félagsins var látinn fara og við tók þjálfari frá Rúmeníu,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Theódór Elmar Bjarnason í Dagmálum.

Theódór Elmar, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna í haust eftir farsælan feril og var ráðinn aðstoðarþjálfari uppeldisfélags síns KR.

Klíkuskapur á bakvið skiptin

Elmar gekk nokkuð óvænt til liðs við Akhisarspor árið 2019 eftir eitt ár í herbúðum Gazisehir Gaziantep en síðarnefnda liðið tryggði sér sæti í efstu deild Tyrklands um vorið á meðan Akhisarspor hafði fallið úr efstu deildinni.

„Eftir samræður við hann þá fannst mér ekki raunhæft að ég væri að fara spila fram fyrir þá leikmenn sem hann hafði sótt til félagsins og það var mikill klíkuskapur á bakvið það hvernig þeir voru sóttir til félagsins,“ sagði Theódór Elmar.

„Þjálfarinn sem fékk mig til Elazigspor og Gazisehir tók við Akhisarspor þannig að ég ákvað að skipta,“ sagði Theódór Elmar.

Ekki alltaf hæfileikarnir sem töldu

Er mikið um það að þjálfara séu að þiggja mútugreiðslur fyrir að fá til sín og spila ákveðnum leikmönnum?

„Það var mín tilfinning þarna hjá Gazisehir og svo seinna meir í Grikklandi líka. Að umboðsmenn væri að stinga einhverjum peningum í vasann og að leikmenn spiluðu ef það væri nógu mikill peningur undir. Það voru ekki alltaf fótboltahæfileikarnir sem töldu,“ sagði Elmar meðal annars.

Viðtalið við Theódór Elmar í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Theódór Elmar Bjarnason.
Theódór Elmar Bjarnason. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka