Gylfi Þór Sigurðsson lækkaði í launum þegar hann skipti úr Val og til Víkings í Reykjavík í vikunni en Víkingur borgaði um 18 milljónir króna fyrir miðjumanninn.
433.is greinir frá því að Gylfi lækki um hálfa milljón króna á mánuði og mun hann þéna tæpar 30 milljónir hjá Víkingum en hann gerði tveggja ára samning við félagið.
Gylfi var aðeins í eitt ár hjá Val þar sem hann skoraði 11 mörk í 19 leikjum í Bestu deildinni.