Hjörvar Hafliðason fékk viðurkenningu

Þorvaldur Örlygsson, Hjörvar Hafliðason og Ómar Smárason.
Þorvaldur Örlygsson, Hjörvar Hafliðason og Ómar Smárason. Ljósmynd/KSÍ

Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason, betur þekktur sem Dr. Football, hlaut fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ í dag fyrir hlaðvarp sitt Dr. Football.

Sambandið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni en Hjörvar hefur haldið úti hlaðvarpinu, sem er eitt það vinsælasta á landinu, undanfarin ár.

Knattspyrnuáhugafólk kannast við hlaðvarpið Dr. Football, sem verið hefur eitt vinsælasta hlaðvarp landsins um árabil, með tugþúsundir hlustenda í hverri viku,“ segir í tilkynningu KSÍ.

„Dr. Football er fátt óviðkomandi þegar kemur að fótbolta, enda eru efnistökin fjölbreytt og umfjöllunin áhugaverð. Frumkvöðullinn á bak við Dr. Football er Hjörvar Hafliðason og undir hans stjórn hefur Dr. Football fest sig rækilega í sessi í hlaðvarpsflóru landsins,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka