Fjórir leikir fóru fram í deildabikar karla í fótbolta í dag. Þar ber hæst að nefna að Óli Valur Ómarsson gerði þrennu fyrir Breiðablik í stórsigri á Völsungi og þá tapaði Fram óvænt fyrir Njarðvík.
Breiðablik - Völsungur 6:0
1:0 - Arnór Gauti Jónsson ('6)
2:0 - Óli Valur Ómarsson ('10)
3:0 - Kristinn Steindórsson ('16)
4:0 - Valgeir Valgeirsson ('23)
5:0 - Óli Valur Ómarsson ('54)
6:0 - Óli Valur Ómarsson ('85)
Breiðablik gerði sér lítið fyrir og vann Völsung með sex mörkum gegn engu. Óli Valur Ómarsson gerði þrennu fyrir Blika og þá skoruðu Arnór Gauti Jónsson, Kristinn Steindórsson og Valgeir Valgeirsson eitt mark hver.
Eftir leikinn er Breiðablik á toppi riðils tvö með sjö stig eftir fjóra leiki en Völsungur er í neðsta sæti með eitt stig eftir þrjá leiki.
Fylkir - KA 1:1
0:1 - Viðar Örn Kjartansson ('45)
1:1 - Guðmundur Tyrfingsson ('58)
Fylkir og KA gerðu þá jafntefli, 1:1, í dag en liðin leika einnig í riðli tvö.
Viðar Örn Kjartansson kom KA í forystu en Guðmundur Tyrfingsson jafnaði fyrir Fylkismenn. Liðin eru jöfn að stigum með fimm stig í 3. og 4. sæti riðilsins.
Fram - Njarðvík 1:2
0:1 - Oumar Diouck ('3)
1:1 - Róbert Hauksson ('32)
1:2 - Freysteinn Ingi Guðnason ('83)
Þá mættust Fram og Njarðvík í riðli tvö í dag og endaði leikurinn með óvæntum sigri Njarðvíkinga, 2:1.
Oumar Diouck og Freysteinn Ingi Guðnason skoruðu mörk Njarðvíkinga í dag en mark Fram skoraði Róbert Hauksson.
Fram er í öðru sæti riðilsins með sex stig en Njarðvík er í fimmta sæti með þrjú stig.
Fjölnir - Vestri 1:3
0:1 - Elmar Atli Garðarsson ('47)
0:2 - Silas Dylan Songani ('57)
0:3 - Vladimir Tufegdzic (´85)
1:3 - Máni Austmann Hilmarsson ('90)
Þá mættust Fjölnir og Vestri í riðli eitt í dag og endaði leikurinn með sannfærandi sigri Vestra, 3:1.
Elmar Atli Garðarsson, Silas Dylan Songani og Vladimir Tufegdzic gerðu mörk Vestra en mark Fjölnis skoraði Máni Austmann Hilmarsson.
Eftir leikinn er Vestri í fjórða sæti riðils eitt með fjögur stig en Fjölnir er í neðsta sæti án stiga.