Skotland sigraði Ísland, 2:1, í vináttulandsleik stúlkna 19 ára og yngri í knattspyrnu í Cumbernauld í Skotlandi í dag.
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir skoraði mark Íslands í síðari hálfleiknum en íslenska liðið vann fyrri leik liðanna á sama stað á fimmtudaginn, 3:1.
Leikirnir voru liðir í undirbúningi íslenska liðsins fyrir milliriðil Evrópukeppninnar þar sem það mætir Noregi, Slóveníu og Portúgal en leikið er í Portúgal í byrjun apríl.