Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því franska í Þjóðadeildinni í Le Mans í Frakklandi klukkan 20.10 annað kvöld.
Íslenska liðið æfði á vellinum í dag, sem tekur 25.000 manns í sæti, og Alex Nicodim tók meðfylgjandi myndir fyrir Morgunblaðið og mbl.is.