Valsmenn rúlluðu yfir Grindavík

Patrick Pedersen og Jónatan Ingi Jónsson.
Patrick Pedersen og Jónatan Ingi Jónsson. mbl.is/Hákon

Valur vann afar sannfærandi sigur á Grindavík, 6:0, í riðli-1 í deildabikar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda í kvöld. 

Valur er í efsta sæti riðilsins með 10 stig, Þróttur úr Reykjavík í öðru með sex, ÍA í þriðja með fimm, Grindavík í fjórða með þrjú og Fjölnir í fimmta og neðsta sæti án stiga. 

Gísli Laxdal Unnarsson og Jónatan Ingi Jónsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Val en hin mörkin skoruðu Patrick Pedersen og Tryggvi Hrafn Haraldsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert