Fjölskyldulíf Gylfa breytist

Gylfi Þór Sigurðsson ræðir við mbl.is.
Gylfi Þór Sigurðsson ræðir við mbl.is. mbl.is/Karítas

Gylfi Þór Sigurðsson gerði í síðustu viku tveggja ára samning við Víking úr Reykjavík en félagið keypti hann frá Val á um 20 milljónir króna.

Hjá Val gat Gylfi æft í hádeginu eins og hjá flestum atvinnumannaliðum. Slíkt er ekki í boði hjá Víkingi og breytist líf Gylfa því utan vallar nokkuð en hann á tvö börn með eiginkonu sinni Alexöndru Helgu Ívardóttur.

Dóttir þeirra verður fjögurra ára í maí en sonur hans fæddist í febrúar á síðasta ári.

„Þetta mun breyta mínu lífi og hvernig dagurinn raðast niður. Maður hefur meiri tíma með krökkunum á morgnana áður en sú eldri fer á leikskóla.

Á meðan fær maður minni tíma með henni seinni partinn. Þetta verður öðruvísi púsluspil en það verður gaman að breyta aðeins til og eiga rólegri morgna með þeim,“ sagði Gylfi við mbl.is.

Ítarlegt viðtal við Gylfa má nálgast á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kemur út í fyrramálið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert