Hvað á Gylfi mikið eftir?

Gylfi ræðir við mbl.is í dag.
Gylfi ræðir við mbl.is í dag. mbl.is/Karítas

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn 35 ára en þrátt fyrir það gerði hann tveggja ára samning við Víking úr Reykjavík á dögunum og er því hvergi nærri hættur.

Hann ræddi við mbl.is í dag og var m.a. spurður út í hvað hann ætti mikið eftir af ferlinum.

„Það er góð spurning. Svo lengi sem þetta er skemmtilegt þá held ég áfram. Hvort sem þetta eru tvö ár eða fjögur ár. Við sjáum til.

Ef heilsan er góð og ég hef gaman að þessu mun ég halda áfram. Þessi tími kemur ekki aftur og það eru forréttindi að vera heill heilsu og fá að spila fótbolta,“ sagði Gylfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert