Baula væntanlega á Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Víkings.
Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Víkings. mbl.is/Karítas

Forráðamenn Vals voru allt annað en sáttir með hvernig Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf félagið til að ganga í raðir Víkings úr Reykjavík í síðustu viku. Var hann m.a. sakaður um vanvirðingu í garð Vals og slæm samskipti.

Gylfi á von á að stuðningsmenn Vals bauli á sig næst þegar liðin mætast.

„Það verður væntanlega þannig. Það hefur ekkert rosalega mikil áhrif og ef eitthvað er reynir maður að nota það á jákvæðan hátt.

Það er hægt að nýta sér þannig orku sem bensín. Það er hluti af þessu og er oftast þegar menn skipta um lið og mæta sínu gamla félagi,“ sagði Gylfi við mbl.is.

Ítarlegt viðtal við Gylfa má nálgast á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert