Knattspyrnumaðurinn Heiðar Ægisson spilar ekkert fyrir uppeldisfélagið sitt Stjörnuna á komandi leiktíð þar sem hann er með slitið krossband og verður frá keppni næstu tíu mánuðina eða svo.
Fótbolti.net greindi frá í dag. Heiðar varð fyrir meiðslunum í leik Stjörnunnar gegn OB frá Danmörku í æfingaferð liðsins á Spáni.
Heiðar, sem er 29 ára, hefur verið hjá Stjörnunni allan ferilinn, að undanskildu tímabilinu 2022 er hann var leikmaður Vals.
Hann hefur alls leikið 168 leiki í efstu deild og skorað í þeim þrjú mörk.