Knattspyrnudeild Völsungs og Spánverjinn Ínigo Albizuri hafa komist að samkomulagi þess efnis að spænski varnarmaðurinn leiki með liðinu á komandi tímabili.
Albi, eins og hann er jafnan kallaður, er þrítugur miðvörður sem átti afar gott tímabil með Völsungi á síðustu leiktíð.
Átti hann sinn þátt í að liðið tryggði sér sæti í 1. deild með því að enda í öðru sæti 2. deildarinnar.
Spánverjinn kom fyrst til Íslands árið 2021 og lék með Leikni úr Fáskrúðsfirði. Hann var svo áfram fyrir austan eftir að félagið sameinaðist fimm öðrum félögum og KFA, Knattspyrnufélag Austfjarða, var stofnað.
Hann lék með KFA frá 2022 til 2023 og gekk síðan í raðir Völsungs. Hefur hann leikið 72 leiki í 2. deild og skorað í þeim níu mörk. Mun hann leika ofar en í 2. deild í fyrsta skipti á komandi tímabili.