Knattspyrnumaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur skrifað undir samning við uppeldisfélag sitt ÍBV sem gildir út komandi tímabil.
Víðir er 32 ára gamall og lék með ÍBV á síðasta tímabili þegar liðið fór upp úr 1. deild í Bestu deildina. Árin á undan hafði hann leikið með KFS í Vestmannaeyjum, þar sem Víðir lék sína fyrstu meistaraflokksleiki ungur að árum.
Alls á hann að baki 144 leiki í efstu deild þar sem Víðir hefur skorað 22 mörk fyrir ÍBV, Stjörnuna og Fylki.
Einnig lék hann um skeið með Þrótti úr Reykjavík í 1. deild. Víðir hefur leikið 60 leiki í 1. deild fyrir ÍBV og Þrótt.