Víkingurinn í Vestra

Daði Berg Jónsson spilar með Vestra á komandi leiktíð.
Daði Berg Jónsson spilar með Vestra á komandi leiktíð. Ljósmynd/Vestri

Knattspyrnumaðurinn Daði Berg Jónsson er kominn að láni til Vestra frá Víkingi úr Reykjavík.

Daði, sem er 18 ára gamall, kom til Víkings frá Fram árið 2022. Daði hefur leikið tíu leiki í efstu deild fyrir Víkinga og skorað í þeim tvö mörk.

Hann hefur leikið sex leiki með U19-ára landsliðinu og skorað tvö mörk.

„Daði er klárlega framtíðarleikmaður hjá Víking en aðalmálið núna er að hann spili á hæsta stigi leiksins sem hann er svo sannarlega tilbúinn í,“ er m.a. haft eftir Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Víkingi, í yfirlýsingu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka