Valur í undanúrslit deildabikarsins

Patrick Pedersen skoraði bæði mörk Vals í dag.
Patrick Pedersen skoraði bæði mörk Vals í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur er kominn í undanúrslit deildabikarsins eftir endurkomusigur gegn Vestra fyrr í dag en leikið var í Fífunni í Kópavogi. Leikurinn endaði með eins marks sigri Vals, 2:1.

Það voru Vestramenn sem komust yfir á 30. mínútu þegar Diego Montiel skoraði. Þá var hinsvegar komið að markahróknum Patrick Pedersen. Sá danski setti tvö mörk, það fyrra á 49. mínútu og það seinna á 77. mínútu.

Valur vann riðil 1 í deildabikarnum með 13 stig en Vestri er í 4. sæti með 4 stig. Enn á eftir að leika nokkra leiki í riðlinum. 

Valsmenn munu mæta sigurvegara riðils 3 í undanúrslitum en þar eru Afturelding, ÍR, Þór og FH öll að berjast um toppsætið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert