Úr einu Hafnarfjarðarfélagi í annað

Berglind Þrastardóttir skorar fyrir Hauka.
Berglind Þrastardóttir skorar fyrir Hauka. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnukonan Berglind Þrastardóttir gekk í dag í raðir Hauka frá FH og gerði tveggja ára samning. Hún er uppalin hjá Haukum.

Berglind skipti yfir í Hauka frá FH árið 2022 og fór með FH úr 1. deild og upp í Bestu deildina. Hún lék 18 leiki með FH í Bestu deildinni árin 2023 og 2024 en er nú aftur komin heim í Hauka.

Haukar unnu 2. deild á síðasta ári og leika því í 1. deildinni á komandi tímabili. Í 43 leikjum í 1. deild er Berglind með sex mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert