Knattspyrnumarkvörðurinn Halldór Páll Geirsson er kominn til ÍBV frá KFS en bæði félög eru frá Vestmannaeyjum.
Hinn þrítugi Halldór hefur lítið spilað á undanförnum árum og lék síðast einn leik með KFS í 3. deildinni árið 2023.
Hann á þó 51 leik fyrir ÍBV í efstu deild og 39 í 1. deildinni. Hann lék síðast í efstu deild árið 2022, alls fimm leiki. Hann lék mest 16 leiki í deild þeirra bestu á einu tímabili árið 2018.
Var Halldór aðalmarkvörður ÍBV árin 2020 og 2021 í 1. deild, áður en hann skipti yfir til KFS.