KR lagði ÍBV í níu marka leik

Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði tvö mörk fyrir KR í dag.
Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði tvö mörk fyrir KR í dag. mbl.is/Karítas

KR hafði betur gegn ÍBV, 6:3, í afar fjörugum leik í fjórðu umferð riðils 4 í A-deild karla í deildabikarnum í knattspyrnu á gervigrasi KR í dag.

KR hefur unnið alla fjóra leiki sína í riðlinum til þessa og tryggði sér með sigrinum í dag nánast sæti í undanúrslitum deildabikarsins. Keflavík er með 9 stig og getur enn komist upp fyrir KR en til þess þarf níu marka sveiflu í leikjum liðanna í lokaumferðinni.

Eiður Gauti Sæbjörnsson og Jóhannes Kristinn Bjarnason komu KR í 2:0 í fyrri hálfleik áður en Bjarki Björn Gunnarsson minnkaði muninn fyrir ÍBV með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé.

Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði ÍBV metin en skömmu síðar, á 52. mínútu, skoraði Eiður Gauti annað mark sitt og þriðja mark KR.

Atli Sigurjónsson kom KR í 4:2 og fimmta mark Vesturbæinga var svo sjálfsmark Eyjamanna.

Áður en yfir lauk minnkaði ÍBV muninn í 5:3 en KR átti síðasta orðið þegar Stefán Árni Geirsson skoraði sjötta mark liðsins í leiknum sjö mínútum fyrir leikslok.

Fréttin verður uppfærð með markaskorurum sem vantar þegar þeir berast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert