„Þetta gerist með aldrinum“

Tobias Thomsen er genginn til lis við Breiðablik.
Tobias Thomsen er genginn til lis við Breiðablik. Ljósmynd/Breiðablik

Danski knattspyrnumaðurinn Tobias Thomsen samdi í byrjun vikunnar við Íslandsmeistara Breiðabliks. Tobias lék með KR og Val frá 2017 til 2020 oghefur vegnað vel frá því hann fór frá KR um mitt sumar árið 2020.

Tobias kom til Breiðabliks frá portúgalska B-deildar liðinu Torreense, þar sem sóknarmanninum var skyndilega tjáð á fundi í síðasta mánuði að hann væri ekki lengur í plönum félagsins þrátt fyrir að hafa gengið vel á tímabilinu. 

„Þegar ég fór aftur til Danmerkur frá Íslandi til þess að spila fyrir Hvidovre þá gekk mér mjög vel ásamt liðsfélögum mínum. Hátindinum var náð þegar við komumst upp í dönsku úrvalsdeildina.  

Ég var að skora og leggja upp mörk og ég held að enginn hafi gert ráð fyrir því.Í janúarglugganum var mikill áhugi frá öðrum félögum í öðrum löndum en þar sem mér gekk svo vel í Portúgal hugsaði ég með mér að ég vildi vera þar áfram.  

En þegar ég átti þennan fund með félaginu í Portúgal var það 4-5 dögum eftir að félagaskiptaglugganum var lokað,” sagði Tobias í samtali við mbl.is. 

Er orðinn eigingjarnari en ég var

„Það fækkaði svolítið möguleikunum en um leið og ég heyrði af áhuga Breiðabliks var ég strax tilbúinn að koma hingað. Mér hefur gengið vel. Ég hef aðeins breyst sem leikmaður síðan ég lék hérna síðast með KR og Val. 

Ég er orðinn aðeins meiri markaskorari og aðeins eigingjarnari en ég var þá. Það gerist með aldrinum!“ bætti hann við í léttum tón en Tobias lék með Hvidovre í dönskuúrvalsdeildinni tímabilið 2023-24 eftir þrjú ár í B-deildinni þar á undan. 

Ítarlegt viðtal við Tobias má lesa á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert