Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson þarf að gangast undir skurðaðgerð eftir að hafa meiðst á öxl á æfingu með félagsliði sínu Lech Poznan í síðustu viku.
Gísli Gottskálk hefur komið af krafti inn í pólska toppliðið eftir að hafa verið keyptur frá Víkingi úr Reykjavík í janúar og spilað fimm leiki í deildinni.
„Myndatökurnar komu ekki nægileg vel út þannig að ég þarf að fara í aðgerð. Þetta er hrikaleg tímasetning en það þarf bara að tækla þetta eins og allt annað,“ sagði hann í samtali við Fótbolta.net.
Vera kann að tímabili Gísla Gottskálks sé lokið vegna alvarleika meiðslanna, en tíu leikir eru eftir af pólsku deildinni á yfirstandandi tímabili.