HK sigraði Aftureldingu 2:1 í fjórðu umferð 3. riðils A-deildar karla í deildabikarnum í knattspyrnu í Mosfellsbæ í kvöld og kom þar með í veg fyrir að Afturelding tryggði sér sæti í undanúrslitum keppninnar.
Afturelding endar með með sex stig, einu stigi á eftir ÍR. HK er með fjögur stig í fjórða og næstneðsta sæti. Þór er með 6 stig og á eftir að mæta FH sem er neðst með 3 stig, í síðasta leik riðilsins, en Þórsarar myndu tryggja sér sæti í undanúrslitum með sigri. Annars fer ÍR í undanúrslitin.
Arnþór Ari Atlason kom HK yfir eftir aðeins 17 mínútur og Brynjar Snær Pálsson skoraði annað mark HK í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Staðan var 2:0 í hálfleik en Hrannar Snær Magnússon minnkaði muninn fyrir Aftureldingu í 2:1 af vítapunktinum undir lok leiks.