KR tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum deildabikarsins í knattspyrnu karla með því að leggja Stjörnuna að velli, 3:1, í fimmtu umferð 4. riðils A-deildar í Garðabænum.
KR vann alla fimm leiki sína og þar með riðilinn en Keflavík hafnaði í öðru sæti með 12 stig og Stjarnan í þriðja sæti með sjö.
Eiður Gauti Sæbjörnsson kom KR yfir á 28. mínútu. Samúel Kári Friðjónsson, miðjumaður Stjörnunnar, fékk svo bein rautt spjald fyrir hræðilega tæklingu á Gabríel Hrannari Eyjólfssyni undir lok fyrri hálfleiks.
Einum færri tókst Stjörnunni að jafna metin þegar Emil Atlason skoraði úr vítaspyrnu á 56. mínútu.
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom KR aftur í forystu fimm mínútum síðar og Róbert Elís Hlynsson innsiglaði sigurinn með þriðja marki Vesturbæinga á fimmtu mínútu uppbótartíma.