Norskur meistari til Vals

Marius Lundemo.
Marius Lundemo. Ljósmynd/Valur

Norski knattspyrnumaðurinn Marius Lundemo hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. 

Lundemo, sem er varnarsinnaður miðjumaður, lék síðast með Lilleström en hann hefur einnig spilað fyrir APOEL Nicosia á Kýpur, Bærum og Rosenborg. 

Hann var í fjögur ár hjá Rosenborg, frá 2017 til 2020, og varð tvisvar norskur meistari og einu sinni bikarmeistari með félaginu. 

Lundemo, sem er þrítugur, er nú þegar mættur til æfinga með Val en liðið er sem stendur í æfingaferð á Marbella. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert