Óvænt áfall fyrir Selfyssinga

Selfyssingar unnu 2. deildina með sannfærandi hætti.
Selfyssingar unnu 2. deildina með sannfærandi hætti. mbl.is/Arnþór Birkisson

Spænski knattspyrnumaðurinn José Manuel verður ekki með Selfossi á komandi leiktíð vegna persónulegra aðstæðna.

Félagið greindi frá á samfélagsmiðlum. Leikmaðurinn lék 17 leiki í 2. deildinni og skoraði tvö mörk. Átti hann sinn þátt í að Selfoss vann deildina með sannfærandi hætti og tryggði sér sæti í 1. deild.

„Jose kveður óvænt. Spænski miðvörðurinn, sem kom eins og stormsveipur inn í lið Selfoss fyrir síðasta tímabil, verður ekki með liðinu í sumar vegna persónulegra aðstæðna.

Jose átti gott tímabil, lék 27 leiki fyrir félagið og skoraði tvö mörk. Hann aðlagaðist samfélaginu á Selfossi vel og var mikilvægur hlekkur innan sem utan vallar,“ segir m.a. í tilkynningu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert