Valsmenn lögðu norskt úrvalsdeildarlið

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði gegn HamKam.
Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði gegn HamKam. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valsmenn sigruðu norska úrvalsdeildarliðið HamKam, 2:1, í æfingaleik á Spáni um helgina en þar búa liðin sig undir komandi keppnistímabil.

Birkir Heimisson og Tryggvi Hrafn Haraldsson skoruðu mörk Vals í síðari hálfleik en HamKam hafði náð forystunni stsrax á 5. mínútu leiksins.

Íslendingarnir  tveir hjá HamKam, Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Ari Jónsson, tóku ekki þátt í leiknum.

Valsmenn mæta Vestra í fyrstu umferð Bestu deildarinnar 6. apríl en HamKam mætir Kristiansund í fyrstu umferðinni í Noregi 30. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert