Knattspyrnukonan efnilega Ísabella Sara Tryggvadóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Val sem gildir til næstu fjögurra ára, út tímabilið 2028.
Ísabella Sara er aðeins 18 ára gömul en á þrátt fyrir ungan aldur 58 leiki að baki í efstu deild, þar sem hún hefur skorað 11 mörk, níu fyrir Val og tvö fyrir uppeldisfélagið KR.
Hún gekk til liðs við Val fyrir tímabilið 2023 og varð Íslandsmeistari með liðinu það ár og svo bikarmeistari á síðasta tímabili.
Ísabella Sara hefur leikið 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað 14 mörk.