Leggur hanskana á hilluna

Íris Dögg Gunnarsdóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir á landsliðsæfingu.
Íris Dögg Gunnarsdóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir á landsliðsæfingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumarkvörðurinn Íris Dögg Gunnarsdóttir hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna, 35 ára að aldri.

Fótbolti.net greinir frá.

Íris Dögg var síðast á mála hjá Val þar sem hún lék einn leik en kom annars víða við og spilaði með uppeldisfélaginu Fylki, KR, Þrótti úr Reykjavík, FH, Breiðabliki, Aftureldingu, Haukum og Gróttu.

Hún var nokkrum sinnum valin í A-landsliðshópinn, var til að mynda í lokahópnum á EM 2022, en lék aldrei landsleiki.

Alls lék Íris Dögg 204 leiki í efstu þremur deildunum á Íslandi, þar af 145 í efstu deild og skoraði eitt mark, auk þess að skora einu sinni í næstefstu deild. Bæði mörkin á ferlinum komu úr vítaspyrnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert