Sauðkrækingurinn nýr fyrirliði ÍA

Rúnar Már Sigurjónsson í leik með ÍA á síðasta tímabili.
Rúnar Már Sigurjónsson í leik með ÍA á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur verið skipaður nýr fyrirliði ÍA. Rúnar Már er 34 ára gamall miðjumaður sem á 32 A-landsleiki að baki.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, staðfesti tíðindin í samtali við Fótbolta.net í dag.

Arnór Smárason var fyrirliði Skagamanna á síðasta tímabili en lagði skóna á hilluna að því loknu. Viktor Jónsson var þá varafyrirliði og verður áfram.

Sauðkrækingurinn Rúnar Már gekk til liðs við ÍA fyrir síðasta tímabil eftir um áratugs dvöl í atvinnumennsku og lék tíu leiki í Bestu deildinni, þar sem hann skoraði eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert