Albert spenntur fyrir framtíðinni með Arnari

Albert Guðmundsson og Arnar Gunnlaugsson.
Albert Guðmundsson og Arnar Gunnlaugsson. Ljósmynd/Samsett

Albert Guðmundsson, sóknarmaður Fiorentina á Ítalíu og ítalska landsliðsins, kveðst spenntur fyrir komandi tímum með íslenska landsliðinu undir stjórn nýráðins landsliðsþjálfara, Arnars Gunnlaugssonar.

„Ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, mánuðum og árum með landsliðinu. Við erum með ungan leikmannahóp sem getur náð langt. Við erum með unga leikmenn sem eru þegar farnir að spila á háu stigi.

Orri [Steinn Óskarsson], Hákon [Arnar Haraldsson], Andri [Lucas Guðjohnsen], Ísak [Bergmann Jóhannesson]. Þetta eru allt efnilegir leikmenn sem geta náð mjög langt. Við erum líka með mjög góðan þjálfara núna.

Ef við náum allir að vinna saman og náum aftur fram þessu víkingahugarfari þá tel ég að við getum gert mjög góða hluti saman með landsliðinu,“ sagði Albert í samtali við Livey.

Allir ánægðir með ráðninguna

Um ráðninguna á Arnari sagði hann:

„Ég held að allir í landsliðinu séu mjög ánægðir með ráðninguna. Hann gerði magnaða hluti með Víking á undanförnum árum og tók þá á næsta stig.

Við erum afar ánægðir með hann, hvernig hann sér fótbolta og hvernig hann hugsar hlutina, sem lætur mér finnast að við getum gert góða hluti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert